8 Október 2019 10:30

Í síðustu viku slösuðust tíu vegfarendur í sjö umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 29. september – 5. október, en alls var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þriðjudaginn 1. október kl. 21.56 féll bifhjólamaður af hjóli sínu  á mótum Linnetsstígs og Austurgötu þegar hann var að forða sér undan afskiptum lögreglu, en hjólið rann áfram og hafnaði á bifreið sem var ekið þarna um. Bifhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 2. október. Kl. 15.47 var bifreið ekið á dreng á reiðhjóli á gangbraut á Bæjarbraut við Garðatorg. Drengurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.27 féll stúlka af vespu við gangbraut á Bæjarbraut þegar hún fipaðst við aksturinn. Stúlkan var flutt á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 3. október. Kl. 12.56 hjólaði reiðhjólamaður á bifreið á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.27 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Annari bifreiðinni var ekið norður Háleitisbraut og hinni austur Miklubraut þegar áreksturinn varð. Báðir ökumennirnir og tveir farþegar úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 4. október. Kl. 9.16 var bifreið suður Bitruháls inn á gatnamót við Bæjarháls og á mann á reiðhjóli. Reiðhjólamaðurinn, sem var með hjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.08 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Þúsaldar og Vínlandsleiðar, en annarri bifreiðinni var ekið vestur Þúsöld og hinni austur Vínlandsleið. Talið er ökumaðurinn sem ók Vínlandsleið hafi stigið á eldsneytisgjöf í stað hemla þegar hann kom að gatnamótunum, þar sem er biðskylda, en bifreið hans valt við áreksturinn og var viðkomandi fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar.