15 Október 2019 15:16

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 6. – 12. október, en alls var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 6. október kl. 7.47 varð tveggja bíla árekstur á Höfðabakkabrúnni ofan Vesturlandsvegar. Annarri bifreiðinni var ekið suður Höfðabakka en hinni afrein frá Vesturlandsvegi í austur með akstursstefnu norður Höfðabakka. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Þriðjudaginn 8. október kl. 18.42 missti reiðhjólmaður stjórn á hjóli sínu og féll af því við bílastæði suðaustan við Hvaleyrarvatn. Hann var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 11. október kl. 9.16 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Reykjavíkurvegi á móts við Nönnustíg. Þar var bíl ekið á annan kyrrstæðan, sem við það kastaðist áfram á þann þriðja. Ökumaðurinn í aftasta bílnum var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 12. október kl. 8.49 missti ökumaður á leið norður Suðurlandsveg, á móts við Hádegismóa, stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar og valt. Talið er að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á Höfðabakka.