30 Desember 2019 17:10

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 22. – 28. desember, en alls var tilkynnt um 42 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 24. desember. Kl. 12.25 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis. Annarri bifreiðinni var ekið suður Urriðaholtsstræti, en hinni norður Urriðaholtsstræti og hugðist ökumaður hennar beygja til vinstri í átt að IKEA þegar áreksturinn varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild, en þess má geta að hann var ekki með bílbelti. Og kl. 17.38 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Annarri bifreiðinni var ekið suður Réttarholtsveg, en hinni norður Réttarholtsveg og hugðist ökumaður hennar beygja til vinstri inn á Sogaveg þegar áreksturinn varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 28. desember kl. 14.23 var bifreið ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar á bifreiðastæði við Sléttuveg. Talið er að ökumaðurinn hafi stigið á eldsneytisgjöf í stað hemla í aðdraganda óhappsins. Farþegi í bíl hans var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á gatnamótum Réttarholtsvegar og Sogavegar.