23 Desember 2019 15:00

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 15. – 21 desember, en alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þriðjudaginn 17. desember kl. 17.04 missti ökumaður á leið vestur Álftanesveg, við Garðahraun, stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar og á hvolfi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 19. desember. Kl. 16.29 varð fjögurra bíla árekstur á Vesturlandsvegi, nærri Litlu-Vallá. Þremur bílanna var ekið í austur, en sá aftasti ók á þann í miðjunni sem kastaðist áfram á fremsta bílinn, sem við það kastaðist yfir á öfugan vegarhelming og á bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 19 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á leið austur Stórhöfða, sem hafnaði á umferðarskilit og grjóthleðslu upp á hringtorgi við Keldnaholt. Í aðdragandanum var ökumaðurinn að eiga við stillingar á útvarpstæki í bifreiðinni, en hann var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 21. desember kl. 16.23 missti ökumaður á leið austur Suðurlandsveg, á móts við Bláfjallaafleggjara, stjórn á bifreið sinni, sem valt utan vegar og hafnaði á hvolfi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.