18 Febrúar 2020 10:15

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. febrúar, en alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14.05 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda á Skólavörðustíg. Bifreiðinni var ekið suður Klapparstíg og beygt austur Skólavörðurstíg í aðdraganda slyssins, en ökumaðurinn sagðist hafa numið staðar við stöðvunarskyldumerki og verið nýlagður af stað á lítilli ferð þegar óhappið varð. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.