11 Mars 2020 11:28
Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. mars, en alls var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 2. mars. Kl. 12.17 var bifreið ekið norður Hafnarfjarðarveg og aftan á aðra, sem var kyrrstæð á rauðu ljósi við gatnamótin við Lyngás. Við það kastaðist fremri bifreiðin inn á gatnamótin og á þriðju bifreiðina, sem var ekið þvert yfir gatnamótin á grænu ljósi. Grunur er um að ökumaðurinn sem var valdur að árekstrinum hafi verið undir áhrifum fíkniefna og/eða lyfja. Þrír voru fluttir á slysadeild. Og kl. 12.21 missti ökumaður á leið suðvestur Reykjanesbraut, norðan Austurhrauns, stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti á ljósastaur og hafnaði síðan utan vegar á grjóturð. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.
Þriðjudaginn 3. mars kl. 14.30 varð árekstur á gatnamótum Hálsabrautar og Krókháls. Annarri bifreiðinni var ekið norður Hálsabraut, en hinn suður Hálsabraut og hugðist ökumaður hennar beygja austur Krókháls þegar áreksturinn varð. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.