Frá vettvangi á Miklubraut.
7 Apríl 2020 23:04

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 29. mars – 4. apríl, en alls var tilkynnt um 19 umferðaróhöpp í umdæminu.

Laugardaginn 4. apríl kl. 17.34 missti ökumaður á leið vestur Miklubraut, vestan gatnamóta við Grensásveg, stjórn á bifreið sinni sem fór í gegnum vegrið og vínetsgirðingu sem aðskilur aksturstefnur og hafnaði loks á annarri bifreið sem var ekið Miklubraut í austur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild, en hann er grunaður um fíkniefnaakstur.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.