Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.
16 Apríl 2020 19:03

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 5. – 11. apríl, en alls var tilkynnt um 19 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 5. apríl kl. 7.23 varð aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi, rétt sunnan við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Bifreið á leið suður Vesturlandsveg var þá ekið aftan á aðra á sömu leið. Ökumaður aftari bifreiðarinnar bar því við að í aðdraganda slyssins hefði skyggnið verið mjög lélegt og skyndilega ekki neitt. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 11. apríl. Kl. 4.04 missti ökumaður á Elliðavatnsvegi við Hattarvelli stjórn á bifreið sinni sem hafnaði utan vegar. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur og að hafa ekið yfir leyfðan hámarkshraða, var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.31 missti ökumaður á leið austur Hjallahraun stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á vegkanti. Ökumaðurinn sagðist hafa blindast af sólinni í aðdraganda slyssins. Hann var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.