Frá vettvangi á Kaldárselsvegi.
21 Apríl 2020 18:03

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 12. – 18. apríl, en alls var tilkynnt um 14 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 12. apríl kl. 14.22 féll reiðhjólmaður af hjóli sínu á malbikuðum göngustíg á milli Logafoldar og Stórhöfða. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Mánudaginn 13. apríl kl. 13.30 var bifreið ekið frárein frá Reykjanesbraut inn á Kaldárselsveg og í veg fyrir aðra bifreið, sem var ekið Kaldárselsveg í norður. Biðskylda er á gatnamótunum fyrir umferð frá Reykjanesbraut inn á vegamótin. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Þriðjudaginn 14. apríl kl. 22.46 varð tveggja bíla árekstur á mótum Fjarðarhrauns og Hjallahrauns. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið norður Fjarðarhraun og beygt til vinstri að Hjallahrauni, en hinni var ekið suður Fjarðarhraun. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 16. apríl kl. 18.12 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Víkurvegar og Gagnvegar. Í aðdragandum var annarri bifreiðinni ekið norður Víkurveg og beygt til vinstri að Gagnvegi, en hinni var ekið suður Víkurveg. Bifreið þess sem tók beygjuna er talin hafa verið ekið gegn rauðu umferðarljósi. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.