Frá vettvangi í Suðurhlíð
3 Júní 2020 11:21

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. – 30. maí, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 24. maí kl. 7.58 missti ökumaður á leið norður Suðurlandsveg, á móts við Hádegismóa, stjórn á bifreið sinni og ók utanvega yfir stórgrýti. Í aðdragandanum rétt leit ökumaðurinn af veginum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 27. maí kl. 18.59 var bifreið ekið á ljósastaur í Suðurhlíð, en málsatvik eru óljós. Ökumaðurinn eru grunaður um fíkniefnaakstur. Farþegi var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.