Frá vettvangi á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar.
17 Júní 2020 12:06

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 7. – 13. júní, en alls var tilkynnt um 23 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 7. júní. Kl. 12.55 missti ökmaður bifhjóls, á leið austur Kópavogsbraut á móts við Skjólbraut, stjórn á hjólinu og féll í götuna þegar hann ók yfir hraðahindrun, þ.e. upphækkaða merkta gangbraut. Upphækkun á vegi er ekki merkt með hraðahindrunarmerki á þessum stað. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.48 féll ökumaður úr bifreið, sem var bakkað úr bílastæði við Bónus í Holtagörðum. Ökumaðurinn, sem var illa áttaður, var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 13. júní kl. 1.40 varð árekstur rafhlaupahjóls og bifreiðar á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Bifreiðinni var ekið austur Laugaveg og hugðist ökumaður hennar beyja suður Kringlumýrarbraut, en á aðreininni, þar sem er gönguþverun, rakst hún á rafhlaupahjólið. Ökumaður þess var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.