Frá vettvangi á Reykjavíkurvegi.
25 Júní 2020 18:26

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. júní, en alls var tilkynnt um 35 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 15. júní. Kl. 2.23 missti ökumaður á leið norður Elliðavatnsveg, norðan Heiðmerkurvegar á móts við Maríuhelli, stjórn á bifreið sinni, sem hafnaði utan vegar eftir einhverjar veltur. Ökumaðurinn og fjórir farþegar voru fluttir á slysadeild. Og kl. 15.15 féll maður af rafmagnshjóli á göngustíg við Gullinbrú. Hjólreiðamaðurinn, sem var með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 16. júní. Kl. 2.16 var ekið á gangandi vegfaranda í bílageymslu í Grafarvogi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.12 var ekið á reiðhjólamann á vegamótum við Fífuhvammsveg, vestan Reykjanesbrautar. Hann var að hjóla þvert yfir vegamótin þegar slysið varð. Hjólreiðamaðurinn, sem var með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 18. júní. Kl. 13.15 fór ökumaður bifreiðar, á leið norður Reykjavíkurveg, yfir á öfugan vegarhelming og hafnaði á aðvífandi bifreið, norðan gatnamóta Flatahrauns og Hraunbrúnar. Ökumaðurinn, sem fór yfir á öfugan vegarhelming, var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.40 missti ökumaður bifhjóls, sem ók Stekkjarbakka og aðrein inn á Reykjanesbraut, stjórn á hjólinu og hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 19. júní. Kl. 4.28 hafnaði bifreið utan vegar og á hvolfi skammt norðan Brautarholtsvegar við Grundarhverfi. Tveir ölvaðir menn voru handteknir skammt frá vettvangi og fluttir á slysadeild, en hvorugur þeirra kannaðist við að hafa ekið bifreiðinni. Og kl. 8.55 varð aftanákeyrsla í Melatorgi. Fremri bifreiðin hafði stöðvað vegna gangandi vegfaranda sem þveraði veginn, en ökumaður hennar var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.