Frá vettvangi á Sæbraut.
25 Ágúst 2020 11:51

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 16. – 22. ágúst, en alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 18. ágúst. Kl. 13.33 varð árekstur á gatnamótum Lyngháls og Stuðlaháls. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið vestur Lyngháls, en hinni norður Stuðlaháls. Stöðvunarskylda er gagnvart umferð um Stuðlaháls. Bifreiðin sem var ekið Stuðlaháls valt, en ökumaður hennar var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.28 missti ökumaður stjórn á bifhjóli/torfæruhjóli á malarvegi neðan við Hrafnhóla í Mosfellsdal þegar hundur hljóp í veg fyrir hann. Ökumaðurinn, sem hafnaði utan vegar, var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 19. ágúst kl. 13.36 varð árekstur á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið austur Skeiðarvog, en hinni vestur Kleppsmýrarveg og hugðist ökumaður hennar beygja til vinstri og aka Sæbraut til suðurs. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 14.53 missti ökumaður stjórn á bíl sínum í Hörðukór, þegar hann ók að innkeyrslu, sem hafnaði á húsvegg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 21. ágúst kl. 13.50 var bifreið ekið austur Miklubraut, að Lönguhlíð, og aftan á aðra, sem var kyrrstæð vegna umferðar fram undan. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 22. ágúst kl. 19.21 missti ökumaður stjórn á bifhjóli sínu í Háagerði og hafnaði á húsvegg. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.