Frá vettvangi við Breiðholtsbraut.
1 September 2020 11:22

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. ágúst, en alls var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 24. ágúst kl. 17.58 missti ökumaður vespu stjórn á henni á skólalóð Vatnsendaskóla þegar hann var að „prjóna“. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 25. ágúst. Kl. 13.05 rákust saman fólksbifreið og vörubifreið, sem báðum var ekið vestur Vesturlandsveg, en í aðdragandanum var ökumaður vörubifreiðarinnar að skipta um akrein. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, sem valt og endaði á vegriði við hlið akbrautarinnar, var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.48 var ekið á reiðhjólamann á gangbraut á mótum Langholtsvegar og Laugarásvegar. Í aðdragandum var bifreiðinni ekið norður Langholtsveg og beygt til vinstri áleiðis að Laugarásvegi, en reiðhjólmaðurinn var á leið norður Langholtsveg og hugðist fara yfir gatnmótin. Hann var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 29. ágúst. Kl. 2.32 var ekið á mann á rafhlaupahjóli á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar/Suðurlandsbrautar. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið norður Kringlumýrarbraut, en rafhlaupahjólinu austur Laugaveg með akstursstefnu austur Suðurlandsbraut. Grunur er um að ökumaður rafhlaupahjólsins hafi verið undir áhrifum áfengis og ekið gegn rauðu ljósi. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 14.26 missti ökumaður á leið suður Breiðholtsbraut, við Norðlingaholt, stjórn á bifreið sinni sem hafnaði utan í vegriði og síðan á ljósastaur. Ökumaðurinn, sem var fluttur á slysadeild, sagðist í aðdragandanum hafa verið að afstýra árekstri við aðvífandi ökutæki.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.