18 Ágúst 2020 10:17

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 9. – 15. ágúst, en alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp í umdæminu.

Fimmtudaginn 13. ágúst kl. 20.55 missti ökumaður á leið suður frárein af Reykjanesbraut inn á Vífilsstaðaveg stjórn á bíl sínum sem hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 14. ágúst kl. 15.06 var ekið á reiðhjólmann á gatnamótum Barónsstígs og Eiríkisgötu. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið norðvestur Eiríksgötu og beygt suðurvestur Barónsstíg, en reiðhjólamaðurinn hjólaði á gangstétt norðvestur Eiríksgötu og hugðist fara yfir Barónsstíg. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.