Frá vettvangi í Kópavogi.
16 September 2020 15:42

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 6. – 12. september, en alls var tilkynnt um 39 umferðaróhöpp í umdæminu.

Miðvikudaginn 9. september kl. 8.47 missti maður á rafhlaupahjóli stjórn á því á göngustíg við Gullinbrú, vestan Foldahverfis, og féll í götuna. Maðurinn, sem í aðdragandanum kvaðst hafa hjólað ofan í holu, var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 10. september. Kl. 6.55 féll reiðhjólamaður af hjóli sínu á Golfskálavegi í Grafarholti. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 11.19 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á gatnamótum Kópavogsháls og Hamraborgar og hafnaði utan vegar á steinvegg, sem er norðvestan við hringtorgið á fyrrnefndum gatnamótum. Í aðdragandanum sagðist ökumanninum hafa brugið mjög og nefndi þar til sögunnar skyndileg veikindi farþega í bifreið hans. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild. Og kl. 21 féll unglingur af rafmagnshlaupahjóli í Ásgarði eftir að hafa hjólað ofan í holu sem þar er. Honum var komið undir læknishendur, en slysið var tilkynnt til lögreglu í kjölfarið. Unglingurinn var með hjálm.

Föstudaginn 11. september kl. 16.51 rákust saman vörubifreið og reiðhjól á gatnamótum Súðarvogs og Knarrarvogs. Í aðdragandanum var vörubifreiðinni ekið austur Súðarvog og beygði ökumaður hennar suður Knarrarvog, en reiðhjólamaðurinn var á reiðhjólastíg á leið austur Súðarvog og hugðist þvera Knarrarvog. Reiðhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.