Frá vettvangi í Garðabæ.
30 September 2020 11:01

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 20. – 26. september, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 21. september kl. 13.52 var bifreið ekið á létt bifhjól á gangbraut í Garðafit. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið norður götuna, en bifhjólinu var ekið eftir göngustíg og inn á gangbrautina. Ökumaður bifhjólsins leitaði sér sjálfur aðstoðar á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.