Frá vettvangi á Arnarnesvegi.
4 Nóvember 2020 15:40

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 25. – 31. október, en alls var tilkynnt um 21 umferðaróhapp í umdæminu.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 31. október. Kl. 13.18 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Stakkahrauns og Dalshrauns. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið vestur Stakkahraun, en hinni norður Dalshraun þar sem er biðskylda. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 19.28 var bifreið ekið norður Vesturlandsveg og aftan á aðra við hringtorg hjá Bauhaus. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild. Og kl. 20.53 varð tveggja bíla árekstur á Arnarnesvegi, ofan Hafnarfjarðarvegar. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið vestur Arnarnesveg og beygði ökumaður hennar til vinstri að aðrein að Hafnarfjarðarvegi, en hinni bifreiðinni var ekið austur Arnarnesveg. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild, en þangað ætluðu einnig að leita fjórir farþegar úr hinni bifreiðinni.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.