Frá vettvangi á gatnamótum Hraunhellu og Suðurhellu.
11 Nóvember 2020 10:18

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. nóvember, en alls var tilkynnt um 22 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 2. nóvember kl. 12.34 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Hraunhellu og Suðurhellu. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið norðaustur Hraunhellu, en hinni norður Suðurhellu og inn á gatnamótin. Þarna er biðskylda fyrir umferð um Suðurhellu. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.