20 Janúar 2021 11:32

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, en vegfarandi í hinu slysinu lést á Landspítalanum í fyrradag. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 10. – 16. janúar, en alls var tilkynnt um 27 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 11. janúar kl. 15.21 var ekið á hjólreiðamann á mótum Safamýrar og Álftamýrar. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið um Safamýri, en ökumaður hennar tók síðan vinstri beygju áleiðis Álftamýri til vesturs. Hjólreiðamaðurinn, sem var að þvera Álftamýri þegar slysið varð, var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 16. janúar kl. 8.13 var tilkynnt um karlmann á sjötugsaldri, sem hafði fallið af hjóli sínu á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en hann lést á Landspítalanum í fyrradag eins og áður var getið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.