Frá vettvangi á Sævarhöfða.
29 Mars 2021 15:05

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 21. – 27. mars, en alls var tilkynnt um 19 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 21. mars kl. 20.22 varð árekstur með bifreið og bifhjóli á mótum Sævarhöfða og Svarthöfða. Í aðdragandanum var bifhjólinu ekið austur Sævarhöfða, en bifreiðinni vestur Sævarhöfða og tók ökumaður hennar vinstri beygju og hugðist síðan aka upp Svarthöfða. Bifhjólamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 27. mars kl. 2.28 féll hjólreiðamaður af hjóli sínu á Strandvegi í Garðabæ. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með hjálm, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.