4 Maí 2021 11:20
Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 25. apríl – 1. maí, en alls var tilkynnt um 37 umferðaróhöpp í umdæminu.
Mánudaginn 26. apríl kl. 18.20 var rafhlaupahjóli hjólað suður Fríkirkjuveg, á gangstétt austan við veginn, og inn á vegamót Skálholtsstígs þegar bifreið var ekið vestur Skálholtsstíg að Fríkirkjuvegi og varð árekstur með ökutækjunum. Hjólreiðamaðurinn lenti á framenda bifreiðarinnar og féll hann í götuna. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Fimmtudaginn 29. apríl kl. 18.59 var bifreið ekið vestur Geirsgötu og beygt áleiðs suður Tryggvagötu þegar hjólreiðamaður þveraði Tryggvagötu við vegamótin og varð árekstur með ökutækjunum. Hjólreiðamaðurinn féll af hjólinu. Hann var fluttur á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 30. apríl. Kl. 7.58 var bifreið ekið vestur Vesturlandsveg, við Brautarholtsveg/Grundarhverfi, og á ljósastaur. Talið er að ökumaðurinn hafi fengi aðsvif undir stýri. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.42 var bifreið ekið norður Strandgötu, inn á merkta gangbraut við Fjarðargötu, en á sama tíma var reiðhjóli hjólað inn á gangbrautina og varð árekstur með ökutækjunum. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.