Frá vettvangi á Vesturlandsvegi.
1 Júní 2021 16:29

Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. maí, en alls var tilkynnt um 36 umferðaróhöpp í umdæminu.

Fimmtudaginn 27. maí kl. 19.07 var bifreið ekið norður Vesturlandsveg, við Leirvogstungu, þegar annarri bifreið var ekið suður Vesturlandsveg og varð árekstur með ökutækjunum þegar öðru þeirra var ekið yfir á öfugan vegarhluta. Báðir ökumennirnir og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Þeir sem urðu vitni að slysinu, eða kunna að geta veitt upplýsingar um það, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið birna.g@lrh.is 

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.