Frá vettvangi á Bústaðavegi.
3 Janúar 2022 16:19

Í síðustu viku slasaðist einn vegfarandi í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 26. desember – 1. janúar, en alls var tilkynnt um 4 umferðaróhöpp í umdæminu.

Laugardaginn 1. janúar kl. 23.08 var bifreið ekið austur Bústaðaveg á móts við Grímsbæ og þar aftan á bifreið fyrir framan. Í aðdragandanum sprakk skotterta inni í fremri bifreiðinni, en við það nauðhemlaði ökumaðurinn. Ökumaðurinn sem á eftir kom náði ekki bregðast við svo árekstur varð. Síðarnefndi ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.