Frá vettvangi á Hvaleyrarbraut.
15 Mars 2022 14:46

Í síðustu viku slösuðust tíu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 6. – 12. mars, en alls var tilkynnt um 39 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 6. mars. Kl. 16.38 var bifreið ekið vestur Vífilsstaðaveg í aflíðandi vinstri beygju á móts við Golfklúbb Garðabæjar þegar ökumaður missti stjórn á henni og hafnaði bifrreiðin utan vegar á ljósastaur.  Farþegi var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.28 var bifreið ekið norð-austur Hvaleyrarbraut við Ásbúðartröð þegar annarri bifreið var ekið suð-vestur Hvaleyrarbraut á öfugum vegarhluta og varð árekstur með bifreiðunum. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild. Talið er að hópbifreið hafi verið stopp á hægri akrein í suð-vestur og ökumaður síðari bifreiðarinnar hafi ekið yfir á öfugan vegarhluta til þess að aka fram úr/fram með henni skömmu áður en árekstur varð.

Mánudaginn 7. mars kl. 20.24 var bifreið ekið vestur Stekkjarbakka, inná gatnamót Stekkjarbakka/Stekkjarbakka mót rauðu umferðarljósi. Þá var annarri bifreið ekið norður Stekkjarbakka inná gatnamótin mót grænu umferðarljósi og varð árekstur með bifreiðunum. Báðir ökumennirnir og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 14.12 var bifreið ekið aftur á bak eftir bifreiðastæði við Hlíðarsmára og á hús og inn í verslun. Þegar ökumaður ætlaði að aka áfram frá húsinu vildi ekki betur til en hann ók á mannlausa bifreið í bifreiðastæði og hafnaði á steinvegg. Ökumaður kvaðst hafa ruglast á eldsneytisgjöf og hemlafótstigi og því hefði hann misst stjórn á bifreiðinni og svo hefði það sama gerst aftur þegar hann ætlaði að aka út úr versluninni. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild.

Miðvikudaginn 9. mars kl. 23.56 var bifreið ekið vestur Sogaveg á mikilli ferð, en á móts við Sogaveg 188 var bifreiðinni ekið án þess að hægja á ferð yfir hraðahindrun þar sem ökumaður missti stjórn á henni.  Bifreiðin hafnaði á þremur bifreiðum, sem voru mannlausar í bifreiðastæði við hægri brún vegarins. Við áreksturinn valt bifreiðin yfir á hægri hliðina þar sem hún stöðvaðist. Ökumaðurinn, sem er grunaður um fíkniefna- og lyfjaakstur, var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 12. mars kl. 18.19 var bifreið ekið suður Grensásveg, inná gatnamót Fellsmúla/Skeifunnar, þegar annarri bifreið var ekið vestur Skeifuna inná gatnamótin með fyrirhugaða akstursstefnu áfram Fellsmúla þegar árekstur varð með bifreiðunum. Umferðarljós stýra umferð um gatnamótin, en þau voru óvirk þegar áreksturinn varð. Biðskylda er fyrir umferð vestur Skeifuna og austur Fellsmúla gagnvart umferð um Grensásveg þegar ljósin eru óvirk. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.