6 Apríl 2022 15:57
Í síðustu viku slösuðust þrír vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 27. mars – 2. apríl, en alls var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp í umdæminu.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 31. mars. Kl. 14.50 var bifreið ekið vestur Smiðjuveg (græn gata) inn á gatnamót Smiðjuvegar (aðalgata) með fyrirhugaða hægri beygju í norður þegar rafmagnshjóli var hjólað suður gagnstétt meðfram Smiðjuvegi (aðalgata) inn á gatnamótin svo árekstur varð með þeim. Reiðhjólamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.36 var rafmagnshlaupahjóli hjólað austur göngustíg við undirgöng sem liggja undir Lambhagaveg við Reynisvatnsveg þegar hlaupahópur kom hlaupandi vestur göngustíginn og skall hjólið á einum hlauparanum. Sá var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 2. apríl kl. 17.41 var bifreið ekið norður frárein frá Kringlumýrarbraut við Bústaðavegsbrú og beygt áleiðis aðrein til hægri austur Bústaðaveg. Í aðreininni er merkt gangbraut en í sömu mund og bifreiðinni var ekið inn á gangbrautina var rafmagnshlaupahjóli hjólað vestur yfir gangbrautin og varð árekstur með þeim. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.