Frá vettvangi á mótum Fjarðarhrauns og Hjallahrauns.
26 Apríl 2022 15:19

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 17. – 23. apríl, en alls var tilkynnt um 18 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þriðjudaginn 19. apríl kl. 19.06 var bifreið ekið suður Fjarðarhraun að Hjallahrauni og þar aftan á bifreið, sem kastaðist áfram á kyrrstæða bifreið sem var þar fyrir framan. Ökumaður kyrrstæðu bifreiðarinnar hafði stöðvað við gatnamótin þar sem rautt ljós var fyrir aksturstefnu suður Fjarðarhraun. Sami ökumaður var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 21. apríl kl. 8.18 var bifreið ekið vestur Vesturlandsveg, á vinstri akrein, en á móts við Grafarholt var bifreiðinni ekið aftan á bifreið fyrir framan. Ökumaður aftari bifreiðarinnar kvað ökumann fyrir framan hafa snarhemlað svo hann hafi ekki getað komið í veg fyrir árekstur með því að hemla  heldur hafi hann ekið aftan á bifreiðina. Ökumaður fremri bifreiðarinnar kvaðst hafa hægt verulega á ferð bifreiðarinnar þar sem gæs hafi verið á veginum og hann ekki viljað aka yfir hana, en þegar hann var nærri því að stöðva hafi bifreiðinni fyrir aftan verið ekið á bifreið hans. Ökumaður fremri bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.