11 Apríl 2022 16:09
Í síðustu viku slösuðust átta vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 3. – 9. apríl, en alls var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp í umdæminu.
Sunnudaginn 3. apríl kl. 11.38 var bifreið ekið suður Vesturlandsveg við gatnamót Brautarholtsvegar þegar annarri bifreið var ekið norður Vesturlandsveg og beygt í vinstri beygju áleiðis vestur Brautarholtsvegar svo árekstur varð. Ökumaður og farþegi í fyrrnefndu bifreiðinni voru fluttir á slysadeild, en hinn ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvunarakstur, var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Þriðjudaginn 5. apríl kl. 21.35 var bifreið ekið vestur Sæbraut að gatnamótum Súðarvogar og þar aftan á bifreið, sem hafði stöðvað við gatnamótin þar sem rautt ljós var fyrir aksturstefnu bifreiðanna vestur Sæbraut. Báðir ökumennirnir og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 7. apríl. Kl. 15.16 var bifreið ekið norður Hringbraut í Reykjavík, en á móts við Hringbraut 82 var bifreiðinni ekið aftan á aðra bifreið, sem kastaðist áfram upp á gangstétt og hafnaði á steyptum garðvegg sem þar er. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.16 var bifhjóli ekið frá bifreiðastæði við Malarhöfða þar sem ökumaður missti stjórn á hjólinu og féll í götuna. Ökumaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.