24 Maí 2022 12:11
Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 15. – 21. maí, en alls var tilkynnt um 31 umferðaróhapp í umdæminu.
Mánudaginn 16. maí kl. 8.33 var bifreið ekið norður Sæmundargötu þegar hjólreiðamaður hjólaði reiðhjóli vestur göngustíg, sem liggur sunnan við Hringbraut að Háskóla Íslands. Hjólreiðamaðurinn hjólaði af stígnum inn á Sæmundargötu og varð árekstur með þeim. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Laugardaginn 21. maí kl. 18.05 varð reiðhjólaslys þar sem rafmagnshlaupahjóli var hjólað á reiðhjól á göngu- og hjólastíg bak við Skildinganes og féll reiðhjólamaðurinn á stíginn með hjólinu. Reiðhjólamaðurinn, sem var með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.