Frá vettvangi á Garðahraunsvegi.
1 September 2022 09:24

Í síðustu viku slösuðust fjórtán vegfarendur í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 21. – 27. ágúst, en alls var tilkynnt um 41 umferðaróhapp í umdæminu.

Sunnudaginn 21. ágúst kl. 1.30 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Sunnuvegi. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, er grunaður um ölvun. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimm umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 23. ágúst. Kl. 10.04 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á Borgarholtsvegi. Í aðdraganda slyssins var bifreiðinni var ekið austur Borgarholtsveg, en hjólreiðamaðurinn var á leið yfir merkta gangbraut. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Kl. 10.16 var ekið á hjólreiðamann á gatnamótum Ægisíðu og Fornhaga. Í aðdraganda slyssins var bifreiðinni ekið vestur Ægisíðu en hjólreiðamaðurinn fór suður þvert yfir götuna. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Kl. 12.28 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar. Í aðdraganda slyssins var bifreiðinni ekið vestur Miklubraut, en hjólreiðamaðurinn var á leið suður yfir Miklubraut, vestan gatnamótanna við Grensásveg. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Kl. 16.52 varð árekstur reiðhjóls og bifreiðar á Suðurlandsbraut. Í aðdraganda slyssins var bifreiðinni ekið upp ramp frá bílakjallara, en hjólreiðamaðurinn var á leið austur Suðurlandsbraut. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.25 varð árekstur reiðhjóls og vespu á göngustíg við Furuhlíð. Í aðdraganda slyssins var vespunni ekið upp bratta brekku, en hjólreiðamaðurinn var á leið suð/austur eftir stígnum. Hann var fluttur á slysadeild. Við göngustíginn er mikill gróður sem byrgir sýn þeim sem fara um hliðarstíg á þessum stað.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 24. ágúst. Kl. 2.15 féll reiðhjólamaður af rafmagnshlaupahjóli á Hlíðarenda. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, er grunaður um ölvun. Hann var fluttur á slysadeild. Kl. 16 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og bifreiðar á gatnamótum Laufbrekku og Hjallabrekku. Í aðdraganda slyssins var bifreiðinni ekið vestur Hjallabrekku, en hjólreiðamaðurinn var á leið niður Laufbrekku. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.02 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk. Í aðdraganda slyssins snögghemlaði fremsta bifreiðin vegna umferðar fram undan. Einn ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 25. ágúst. Kl. 11.13 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og reiðhjóls á Dalvegi á móts við Lækjarsmára. Þarna er strætóskýli við göngustíg og byrgir það sýn að sögn hjólreiðamannanna. Þeir voru báðir fluttir á slysadeild. Kl. 18.53 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg við Ásaveg/Helgafellsveg. Afgirt framkvæmdasvæði er meðfram göngustígnum, en lausir steinar eru við hann hér og þar. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 19.13 hjólaði hjólreiðamaður aftan á kyrrstæða sendibifreið á Garðahraunsvegi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 27. ágúst kl. 11.46 féll hjólreiðamaður af reiðhjóli í keppnisbraut í Úlfarsfelli. Hjólreiðamaðurinn, sem var með öryggishjálm og í öryggisfatnaði, var fluttur með þyrlu á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.

Frá vettvangi á Garðahraunsvegi.