Frá vettvangi á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða.
7 September 2022 16:13

Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sjö umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 28. ágúst – 3. september, en alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 28. ágúst. Kl. 2 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Freyjugötu. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 2.49 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á bifreiðastæði við Skúlagötu. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 12.09 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið norður Breiðhöfða inn á gatnamót Bíldshöfða þegar hinn var ekið suður Breiðhöfða og beygt í vinstri beygju áleiðis austur Bílshöfða þegar árekstur varð. Umferðarljós eru á gatnamótunum, en ekki er varin vinstri beygja í ljósastýringunni. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 11.24 var bifreið ekið frárein frá Miklubraut í austur að Skeiðarvogi/Réttarholtsvegi og þar á steypt vegrið. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 2. september kl. 1.53 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Klambratún meðfram Miklubraut. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður og ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 3. september. Kl. 3.01 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli í Hamraborg. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 22.48 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Tjarnargötu. Hjólreiðamaðurinn, sem var ölvaður og ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.