21 September 2022 15:12

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í níu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. september, en alls var tilkynnt um 32 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 11. september kl. 12.36 var bifreið ekið austur Álfhólfsveg og þvert yfir hringtorg á Álfhólsvegi og Bröttubrekku og aftan á aðra bifreið, sem ekið var Álfhólsveg austan við torgið. Við það valt önnur þeirra og rann síðan eftir veginum á þriðju bifreiðina, sem var kyrrstæð og mannlaus, og kerru. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild, en annar þeirra er grunaður um fíkniefnaakstur.

Mánudaginn 12. september kl. 17.17 var ekið á hjólreiðamann á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut við Hamraborg og Skeljabrekku í Kópavogi. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild af aðstandanda.

Miðvikudaginn 14. september kl. 7.49 var ekið á hjólreiðamann á reiðhjóli á gangbraut við gatnamót Vatnsendavegar og Kóravegar í Kópavogi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 15. september. Kl. 13.03 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg, sem liggur meðfram Laugavegi og þverar Hátún í Reykavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.09 var ekið á hjólreiðamann á reiðhjóli á Nýbýlavegi við Birkigrund í Kópavogi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild af aðstandanda.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 16. september. Kl. 12.13 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli í Ármúla í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 12.23 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli í Lágmúla í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 17. september. Kl. 14.54 var bifreið ekið austur Bústaðaveg í Reykjavík inn í biðstöð strætó, en þar tók ökumaður u-beygju með ætlaða akstursstefnu vestur Bústaðaveg. Á sama tíma var annarri bifreið ekið austur Bústaðaveg svo árekstur varð. Báðir ökumennirnir leituðu sjálfir á slysadeild. Sá sem tók u-beygjuna hafði þegar verið sviptur ökuréttindum. Og kl. 17.17 var ekið á hjólreiðamann á rafmagnshlaupahjóli í Jaðarseli við Kleifarsel í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.