Frá vettvangi á Suðurlandsbraut.
13 Október 2022 14:52

Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 2. – 8. október, en alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 3. október. Kl. 17.22 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli í Gerðubergi í Reykjavík. Bleyta var á vettvangi. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 18.55 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg við Lund í Kópavogi. Bleyta var á vettvangi. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 4. október kl. 12.29 var bifreið ekið vestur Suðurlandsbraut í Reykjavík, inn á gatnamót við Reykjaveg og á götuvita, en við áreksturinn valt bifreiðin. Ökumaðurinn og farþegi voru fluttir á slysadeild. Ökumaðurinn, sem hafði þegar verið sviptur ökuréttindum, er grunaður um ölvunar- og fíkniefnaakstur.

Miðvikudaginn 5. október kl. 8.42 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Nýbýlavegar, Hjallabrekku og Birkigrundar í Kópavogi. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið austur Nýbýlaveg, en hinni vestur Nýbýlaveg. Ökumaður síðarnefndu bifreiðarinnar beið á gatnamótunum, vegna umferðar fram undan, og hugðist taka vinstri beygju suður Hjallabrekku. Þegar kviknaði rautt ljós fyrir umferð austur/vestur Nýbýlaveg ók sami ökumaður af stað til þess klára vinstri beygju suður Hjallabrekku en þá varð árekstur með bifreiðunum. Vitni sagði  fyrrnefndu bifreiðinni hafa verið ekið ógætilega og yfir á rauðu umferðaljósi þegar áreksturinn varð. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild.

Fjögur umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 6. október. Kl. 11.51 var bifhjóli ekið suður Kalkofnsveg í Reykjavík, inn á gatnamót Geirsgötu og Lækjargötu þegar bifreið var ekið norður Lækjargötu í vinstri beygju áleiðis vestur Geirsgötu svo árekstur varð með þeim. Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild. Kl. 12.24 var bifreið ekið frá bifreiðastæði í Borgartúni í Reykjavík og á hjólreiðamann á rafmagnshlaupahjóli á reiðhjólastíg, sem liggur samhliða götunni. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Kl. 15.48 var bifreið ekið á hjólreiðamann á rafmagnshlaupahjóli á Bústaðavegi í Reykjavík, austan Háaleitisbrautar, þar sem hann þveraði veginn á gangbraut. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 22.42 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á gatnamótum Laugavegar og Snorrabrautar í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm og er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 7. október. Kl. 3.26 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Jófríðarstaðavegi í Hafnarfirði, við Hringbraut. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 13.17 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg á Arnarneshæð í Garðabæ. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 8. október kl. 11.58 ók ökumaður bifhjóls ofan í skurð á merktu framkvæmdasvæði í Lögbergsbrekku á Suðurlandsvegi. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.