Frá vettvangi við Elliðavatnsveg.
4 Nóvember 2022 11:27

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í níu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 23. – 29. október, en alls var tilkynnt um 41 umferðaróhapp í umdæminu.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 23. október. Kl. 4.02 var bifreið ekið á gangandi vegfarenda á Bergstaðastræti, við Laugaveg, í Reykjavík, og síðan rakleiðis af vettvangi. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Kl. 4.51 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Reykjavíkurvegi, við Hverfisgötu, í Hafnarfirði. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 5.33 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Kalkofnsvegi, á móts við Hörpu, í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Þriðjudaginn 25. október kl. 23.59 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Laufásvegi í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Miðvikudaginn 26. október kl. 15.12 var bifreið ekið á gám í Brautarholti í Reykjavík. Í aðdragandanum kvaðst ökumaðurinn hafi hemlað og sveigt bifreiðinni frá gangandi vegfaranda sem gekk út á götuna. Ökumaðurinn, sem hefur aldrei öðlast ökuréttindi, var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 28. október. Kl. 8.14 rákust saman tvær bifreiðar á Elliðavatnsvegi í Garðabæ og höfnuðu báðar utan vegar. Þeim var ekið úr gangstæðri átt, en í aðdragandanum rann önnur bifreiðin yfir á rangan vegarhelming og á hina með fyrrgreindum afleiðingum. Hálka var á vettvangi. Báðir ökumennirnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 19.44 féllu hjólreiðamaður og farþegi af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg við Lækjarfit í Garðabæ. Hálka var á vettvangi. Hvorugur þeirra var með öryggishjálm. Báðir voru fluttir á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt laugardaginn 29. október. Kl. 0.35 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngustíg norðan Miklubrautar í Reykjavík, á móts verslunina Örninn í Fákafeni. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Og kl. 3.01 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Fjólugötu í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.