Frá vettvangi á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar.
22 Desember 2022 15:34

Í síðustu viku slösuðust ellefu vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 11. – 17. desember, en alls var tilkynnt um 40 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 11. desember. Kl. 18.35 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Annar ökumannanna er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Einn leitaði sjálfur á slysadeild eftir áreksturinn. Og kl. 21.56 var bifreið ekið aftan á aðra bifreið á Breiðholtsbraut í Reykjavík, gegnt Vatnsendahvarfi. Í aðdraganda slyssins hægði fremri bifreiðin á sér vegna umferðar fram undan. Einn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt mánudaginn 12. desember. Kl. 12.42 var bifreið ekið á Vesturlandsvegi í Kollafirði þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni, en bifreiðin hafnaði utan vegar og valt nokkrar veltur. Í aðdraganda slyssins sagðist ökumaðurinn hafi blindast af sólinni, sem var lágt á lofti. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 15.54 varð tveggja bíla árekstur á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar í Kópavogi. Annar ökumannanna er grunaður um að hafa ekið gegn rauðu ljósi. Farþegi úr annarri bifreiðinni leitaði sjálfur á slysadeild eftir áreksturinn.

Miðvikudaginn 14. desember kl. 12.30 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Hlíðagerði í Reykjavík. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 15. desember kl. 13.47 var bifreið ekið á gangandi vegfaranda í Háholti í Mosfellsbæ. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 16. desember kl. 15.22 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Hafnarfjarðarvegi, við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Í aðdraganda slyssins hægði fremsta bifreiðin á sér vegna umferðar fram undan. Einn var fluttur á slysadeild og annar leitaði þangað sjálfur.

Laugardaginn 17. desember kl. 12.07 varð tveggja bíla árekstur á Kársnesbraut í Kópavogi, þar sem þrenging er á akbrautinni v/framkvæmda, en bílarnir komu úr gagnstæðri átt. Umferð vestur Kársnesbraut á forgang í gegnum þrenginguna samkv. skilti við vettvanginn. Þrír voru fluttir á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.