19 Maí 2023 09:02

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í þremur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 7. – 13. maí, en alls var tilkynnt um 34 umferðaróhöpp í umdæminu.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 10. maí. Kl. 8.45 var bifreið ekið á tvo, gangandi vegfarendur á gatnamótum Höfðabakka og Bíldshöfða i Reykjavík. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið frá Höfðabakka 9 og að gatnamótunum þar sem ökumaðurinn tók vinstri beygju og hugðist aka til suðurs, en á sama tíma gengu vegfarendurnir austur Bíldshöfða að Höfðabakka og ætluðu yfir gatnamótin þegar slysið varð. Báðir vegfarendurnir voru fluttir á slysadeild. Og kl. 16.13 missti ökumaður bifhjóls stjórn á því í Súluhólum í Reykjavík og hafnaði á bílskúr. Ökumaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm og réttindalaus, var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 11. maí kl. 13.52 varð árekstur bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls í Brekkugerði í Reykjavík. Í aðdragandanum var bifreiðinni ekið suður Brekkugerði, en rafmagnshlaupahjólinu hjólað vestur á gangstíg og inn á götuna með fyrrgreindum afleiðingum. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.