Frá vettvangi við Víðinesveg í Álfsnesi.
15 Desember 2023 09:47

Í síðustu viku slösuðust fjórir vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 3.  – 9. desember, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Sunnudaginn 4. desember kl. 13.25 missti ökumaður vörubifreiðar stjórn á henni á Víðinesvegi í Álfsnesi þegar hann var að teygja sig eftir snjalltæki. Við það hafnaði bifreiðin utan vegar og valt. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 6. desember. Kl. 8.17 varð árekstur tveggja reiðhjóla á hjóla- og göngustíg við Háaleitisbraut í Reykjavík, en þeim var hjólað úr gagnstæðri átt. Svo virðist sem misskilningur hafi orðið um hvor hjólareiðamannanna átti að víkja, en annað hjólanna var enn fremur ljóslaust. Annar hjólreiðamannanna var fluttur á slysadeild. Kl. 14.35 var bifreið ekið suður Kópavogsháls, við Bókasafn Kópavogs, inn á gönguleið þegar gangandi vegfarandi fór þar yfir og lenti í hlið bifreiðarinnar. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.26 féll ökumaður af bifhjóli á göngustíg austan Knarrarvogar í Reykjavík. Ökumaðurinn, sem er grunaður um fíkniefnaakstur, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.