26 Febrúar 2024 15:54
Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í einu umferðarslysi á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 18. – 24. febrúar, en alls var tilkynnt um 46 umferðaróhöpp í umdæminu.
Föstudaginn 23. febrúar kl. 16.06 varð tveggja bíla árekstur í hringtorgi á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs í Reykjavík. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið í innri hring, en hinni í ytri, en þegar ökumaður fyrrnefndum bifreiðarinnar hugðist aka út úr hringtorginu varð árekstur með bifreiðunum. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni voru fluttir á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.