Frá vettvangi við Hringbraut í Hafnarfirði.
22 Apríl 2024 15:12

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í tveimur umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. apríl, en alls var tilkynnt um 21 umferðaróhapp í umdæminu.

Þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.39 varð tveggja bíla árekstur á Hringbraut í Hafnarfirði, á móts við Grænukinn. Í aðdragandanum var annarri bifreiðinni ekið norður Hringbraut, en hinni út frá bifreiðastæðum við Lækjargötu þegar árekstur varð með þeim. Þarna er biðskylda gagnvart umferð um Hringbraut. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 19. apríl kl. 0.45 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngu- og hjólastíg við biðstöð strætó við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ, á móts við Hegranes. Hjólreiðamaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.