16 Maí 2024 15:41
Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í sjö umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 5. – 11. maí, en alls var tilkynnt um 28 umferðaróhöpp í umdæminu.
Mánudaginn 6. maí kl. 21.59 var rafmagnshlaupahjóli ekið á gangandi vegfaranda á gangstétt á Hverfisgötu í Reykjavík. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild.
Miðvikudaginn 8. maí kl. 18.02 varð fjögurra bíla aftanákeyrsla á Vesturlandsvegi í Reykjavík, móts við Húsgagnahöllina, en þeim var ekið til austurs. Ökumaður fremstu bifreiðarinnar hafði numið staðar vegna umferðar fram undan og ökumenn sem á eftir komu náðu ekki að bregðast við með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir ökumannanna voru fluttir á slysadeild.
Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 9. maí. Kl. 14.40 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Reykjanesbraut í Reykjavík, en þeim var ekið til norðurs að frárein inn á Vesturlandsveg. Ökumaður fremstu bifreiðarinnar hafði dregið úr hraða vegna umferðar fram undan og ökumenn sem á eftir komu náðu ekki að bregðast við með fyrrgreindum afleiðingum. Einn farþegi var fluttir á slysadeild. Og kl. 14.55 var bifreið ekið austur Þingvallaveg í Mosfellsdal og aftan á aðra bifreið sem var kyrrstæð. Ökumaður fremri bifreiðarinnar hugðist taka vinstri beygju og hafði því stöðvað, en ökumaðurinn sem á eftir kom náði ekki að bregðast við með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir ökumennirnir og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild.
Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 10. maí. Kl. 11.50 var rafmagnshlaupahjóli hjólað norður Barónsstíg í Reykjavík og í hlið bifreiðar sem var ekið vestur Laugaveg. Vitni sagði hjólinu hafa verið hjólað hratt og ógætilega inn á gatnamótin. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Kl. 12.46 varð þriggja bíla aftanákeyrsla á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, móts við Ásbraut, en þeim var ekið til austurs. Ökumaður fremstu bifreiðarinnar hafði dregið úr hraða vegna umferðar fram undan og ökumenn sem á eftir komu náðu ekki að bregðast við með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir voru fluttir á slysadeild og sá þriðji fór þangað á eigin vegum. Og kl. 12.46 var bifreið ekið austur Reykjanesbraut í Hafnarfirði, móts við Ásbraut, og á aðra bifreið á sömu leið. Sú var kyrrstæð vegna umferðarslyssins, sem getið var að framan. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.
Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.