Frá vettvangi á Jörfavegi.
7 Júní 2024 11:02

Í síðustu viku slösuðust sextán vegfarendur í þrettán umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 26. maí – 1.  júní, en alls var tilkynnt um 39 umferðaróhöpp í umdæminu.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt sunnudaginn 26. maí. Kl. 2.31 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á Hverfisgötu í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm og er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Kl. 5.20 var bifreið ekið austur Breiðholtsbraut í Reykjavík, við Jaðarsel, og á steinblokkir sem þar eru vegna vegavinnu. Nota þurfti tækjaklippur til að ná ökumanninn úr bifreiðinni. Ökumaðurinn, sem er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.32 varð tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut í Hafnarfirði, á hjáleið sem er við álverið vegna framkvæmda. Bílunum var ekið úr gagnstæðri átti, en í aðdragandanum blindaðist annar ökumannanna af sólinni og fór við það yfir á öfugan vegarhelming með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir voru fluttir á slysadeild og sá þriðji fór þangað á eigin vegum.

Mánudaginn 27. maí kl. 18.46 var bifreið ekið austur Vífilsstaðaveg í Garðabæ, að gatnamótunum við Hafnarfjarðarveg, og á reiðhjól sem var á leið yfir götuna á gangbraut. Að sögn vitna hjólaði reiðhjólamaðurinn gegn rauðu ljósi. Hann var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 28. maí. Kl. 16.53 var bifreið ekið inn í garð við Sólvallagötu í Reykjavík og á húsvegg. Í aðdragandanum sagðist ökumaðurinn hafa stigið á eldsneytisgjöf í stað hemla með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.10 var reiðhjóli hjólað í hlið bifreiðar í Auðbrekku í Kópavogi, sem var ekið út úr bifreiðastæði við götuna. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt miðvikudaginn 29. maí. Kl. 8.05 var bifreið ekið á ljósastaur á Jörfavegi á Álftanesi. Í aðdragandanum sagðist ökumaðurinn hafi litið af veginum eitt augnablik með fyrrgreindum afleiðingum. Hann og farþegi voru fluttir á slysadeild. Kl. 16.33 varð árekstur reiðhjóls og rafmagnshlaupahjóls á göngustíg við Fossvogsbrún í Kópavogi, en hjólin komu úr gangstæðri átt. Annar hjólreiðamannanna var fluttur á slysadeild. Og kl. 17.07 hafnaði rafmagnshlaupahjól á húsvegg á Háaleitisbraut í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt fimmtudaginn 20. maí. Kl. 0.33 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á göngu- og hjólastíg, sem liggur undir frárein á Miklubraut í austur að Bústaðavegi í Reykjavík. Í aðdragandanum er talið að hjólreiðamaðurinn hafi hjólað á girðingu sem afmarkar vinnusvæði með fyrrgreindum afleiðingum. Hjólreiðamaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm og er grunaður um ölvun, var fluttur á slysadeild. Og kl. 16.40 féll hjólreiðamaður af rafmagnshlaupahjóli á gangstétt við Laugar í Laugardal í Reykjavík. Hann var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 31. maí kl. 9.05 var bifreið ekið á lögreglumann sem var við störf á mótum Lindargötu og Skuggasunds í Reykjavík, en þar stóðu yfir mótmæli. Lögreglumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 1. júní kl. 10.29 var bifreið ekið norður Fríkirkjuvegi í Reykjavík, við Lækjargötu, og aftan á aðra bifreið, sem var ekið út úr bifreiðastæði við götuna. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.