Frá vettvangi á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs.
7 Apríl 2015 16:30

Í síðustu viku slösuðust tveir vegfarendur í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 29. mars – 4. apríl. 

Mánudaginn 30. mars kl. 10.20 var fólksbifreið ekið aftan á kyrrstæða steypubifreið á Norðurströnd á móts við Sefgarða. Sól var lágt á lofti og hindraði útsýni ökumanns fólksbifreiðarinnar. Hann var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 3. apríl kl. 16.48  varð árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Umferðarljós eru við gatnamótin. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild.

Allir vegfarendur; gangandi, hjólandi og akandi, þurfa ávallt að vera vakandi og fara varlega. Sérstaka aðgát þarf að sýna þegar veður er vont og skyggni takmarkað – ekki síst í hálkutíð. Það liggur engum svo mikið á að hann geti ekki ekið varlega þegar það á við. Það að hafa jafnan hæfilegt bil á milli ökutækja verður seint vanmetið. Sérstaka aðgát skal hafa við gatnamót. Notkun samskipta- og samfélagsmiðla er alls óviðeigandi við akstur – enda stórhættuleg. Ökumenn – sýnið örlæti og gefið stefnuljós.

Frá vettvangi á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs.

Frá vettvangi á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs.