Frá vettvangi á Óseyrarbraut.
28 Maí 2015 16:45

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í fjórum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 17. – 23. maí.

Þrjú umferðarslys voru tilkynnt föstudaginn 22. maí. Kl. 6.56 varð hjólreiðamaður fyrir bifreið á Hálsabraut við Krókháls. Eftir óhappið lenti bifreiðin á nálægum ljósastaur. Hjólreiðamaðurinn, ökumaður bifreiðarinnar og farþegi voru fluttir á slysadeild. Kl. 8.54 féll hjólreiðamaður í Borgartúni móts við hús nr. 20 þegar ökumaður hafði stöðvað til að hleypa honum áfram. Hjólreiðamaðurinn var fluttur á slysadeild. Og kl. 23.41 var ekið á frystigám við Óseyrarbraut eftir ógætilegan akstur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 23. maí kl. 13.14 var bifreið ekið utan í gangandi vegfaranda við gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar og í kjölfarið ekið af vettvangi. Ökumaðurinn var heimsóttur skömmu síðar og reyndist hann vera undir áhrifum áfengis. Gangandi vegfarandinn leitaði aðstoðar starfsfólks slysadeildar.

Allir vegfarendur; gangandi, hjólandi og akandi, þurfa ávallt að fara varlega.

Frá vettvangi á Óseyrarbraut.

Frá vettvangi á Óseyrarbraut.