23 Júní 2015 10:52

Í síðustu viku slösuðust fimm vegfarendur í fimm umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 14. – 20. júní.

Þriðjudaginn 16. júní kl. 16 var bifreið ekið utan í dreng á reiðhjóli. Óhappið varð við hraðahindrun í Stjörnugróf við Víkingsheimilið. Drengurinn leitaði aðhlynningar á slysadeild.

Miðvikudaginn 17. júní kl. 11.48 féll reiðhjólamaður fram fyrir sig þar sem hann var að hjóla slóða í Lækjarbotnalandi. Hann var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 18. júní kl. 21.26 féll maður af bifhjóli í Lækjargötu í Reykjavík þegar bifreið var beygt áleiðis í veg fyrir hjólið. Hann leitaði sér sjálfur aðhlynningar á slysadeild.

Föstudaginn 19. júní kl. 10.12 rann reiðhjólamaður á malarkafla göngustíg við Kársnesbraut 85 og féll af hjólinu. Hann var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 20. júní kl. 17.26 féll kona af reiðhjóli á Korputorgi. Hún var flutt á slysadeild.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli allra vegfaranda á mikilvægi þess að fara varlega.