30 Júlí 2004 12:00
Laugardaginn 24.07.2004 kl. 21:58 barst lögreglu tilkynning um alvarlegt umferðarslys á Krísuvíkurvegi við Vatnsskarð. Hafði bifreið hafnað utan vegar og hún oltið. Fimm menn voru í bifreiðinni, Þjóðverjar sem dvalist hafa tímabundið hér á landi við störf, og var einn þeirra talsvert slasaður en hinir minna. Sá slasaði, er kastast hafði út úr bifreiðinni við óhappið, var fluttur á sjúkrahús Reykjavíkur í Fossvogi og lést þar af sárum sínum í gærdag.
Rannsókn málsins er langt komin, en ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um ölvun við akstur, hefur verið úrskurðaður í farbann til 27. ágúst 2004.