1 Nóvember 2019 17:02

Fyrir stundu var tilkynnt um umferðarslys á Reykjanesbraut rétt vestan við mislægu gatnamótin við Krísuvíkurveg. Lögregla mun reyna að stjórna umferð framhjá vettvangi þannig að ekki þurfi að koma til lokunar. Þó má búast við þó nokkrum umferðartöfum meðan viðbragðsaðilar eru að störfum á slysstað.

Uppfært kl. 18.51

Búið er að opna fyrir umferð í báðar áttir á Reykjanesbraut rétt vestan við mislægu gatnamótin við Krísuvíkurveg þar sem umferðarslys varð síðdegis í dag.