27 Febrúar 2012 12:00

Ellefu umferðarslys urðu á Reykjanesbraut, á milli Vífilsstaðavegar og Urriðaholtsbrautar, á árunum 2008-2011. Á sama tímabili urðu tíu umferðarslys á gatnamótum Álftanesvegar, Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns en þessir staðir skera sig úr þegar skoðaðar eru tölur um umferðarslys í Garðabæ. Í samstarfi vegagerðar, sveitarfélaga og lögreglu er leitast við að greina orsök óhappa á þessum stöðum og leita lausna.

Á árunum 2008-2011 urðu jafnframt sjö umferðarslys á stuttum vegarkafla á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, eða frá Arnarneshæð að Kópavogslæk. Á sama tímabili urðu fimm umferðarslys á gatnamótum Álftanesvegar og Reykjanesbrautar (Molduhrauni) og fjögur á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar.

Heimild: Umferðarstofa

Gatnamót Hafnarfjarðarvegar, Álftanesvegar og Fjarðarhrauns.