10 Janúar 2020 11:31

Vesturlandsvegur er lokaður í báðar áttir við hringtorgið við Þingvallaveg vegna umferðarslyss í Kollafirði. Umferð að norðan gengur hægt meðan á vinnu viðbragðsaðila stendur á vettvangi.

Uppfært kl. 14.06

Búið er að opna fyrir umferð um Vesturlandsveg í báðar áttir eftir umferðarslys sem varð í Kollafirði í morgun. Við viljum jafnframt vara við því að það er búist við sterkum vindhviðum á Kjalarnesi fram undir kvöld.