22 Febrúar 2012 12:00

Tíu umferðarslys urðu á stuttum vegarkafla á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi, eða milli aðreinar að Digranesvegi að frárein frá Fífuhvammsvegi, á árunum 2008-2011. Á sama tímabili urðu sjö umferðarslys norðanmegin á veginum eða þar sem Hafnarfjarðarvegur liggur yfir Nýbýlaveg en þessir vegarkaflar skera sig úr þegar skoðaðar eru tölur um umferðarslys í Kópavogi. Í samstarfi vegagerðar, sveitarfélaga og lögreglu er leitast við að greina orsök óhappa á þessum stöðum og leita lausna.

Á árunum 2008-2011 urðu jafnframt sex umferðarslys á gatnamótum Nýbýlavegar og Dalvegar en tvö önnur gatnamót á Nýbýlavegi koma líka við sögu þegar haldið er áfram að skoða tölur um umferðarslys á gatnamótum í Kópavogi. Á sama tímabili urðu fimm umferðarslys á gatnamótum Nýbýlavegar og Þverbrekku og fjögur á gatnamótum Nýbýlavegar og Valahjalla. Á umræddu tímabili urðu einnig fjögur umferðarslys á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar.

Heimild: Umferðarstofa

Gatnamót Nýbýlavegar og Dalvegar.