5 Febrúar 2018 15:41

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók gráum jeppa, Toyota Land Cruiser, á mann á reiðhjóli á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs í Reykjavík föstudagsmorguninn 2. febrúar um kl. 8. Ökumaðurinn hugði að reiðhjólmanninum á vettvangi, en hélt síðan för sinni áfram án þess að skilja eftir nauðsynlegar upplýsingar. Síðar kom í ljós að reiðhjólamaðurinn slasaðist og reiðhjólið er skemmt.

Við atvik eins og þetta er mikilvægt að ökumenn gangi úr skugga um að engin meiðsl hafi hlotist af né að skemmdir hafi orðið. Sömuleiðis er áríðandi að tilkynna málið til lögreglu, ekki síst vegna þess að áverkar eru ekki alltaf sjáanlegir á vettvangi. Lögreglan biður umræddan ökumann um að gefa sig fram en hafi aðrir orðið vitni að óhappinu eru hinir sömu beðnir um að hafa samband í síma 444 1000. Upplýsingum um málið má sömuleiðis koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gisli.arnason@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.